Stefna Afreksfólk.is
Stefna Afreksfólk.is er að fræða verðandi afreksfólk:
Um mikilvægi styrktarþjálfunar og að tileinka sér fyrirbyggjandi æfingar til að minnka tíðni meiðsla
Um áhrif á líkamlega aukna getu sem getur haft bein áhrif á sjálfsálit og byggir upp samhliða jákvæðara hugarfar.
Um mikilvægi rétts hugarfars innan vallar sem utan. Rétt hugarfar er lykillinn að velgengni sem nýtist öllum þeim sem það tileinka sér um aldur og ævi.
Um gildi næringar og jafnvægis milli hvíldar og æfinga.
Um mikilvægi þess sem við getum mögulega breytt og því sem við getum ekki breytt.
Um mikilvægi þess að halda jafnvægi þótt á móti blási.
Um gildi og mikilvægi þess að setja sér mörk, vera í núinu og njóta, gefa áfram það sem það lærir og nýta til framtíðar þann styrk og gildi sem heilbrigð eigingirni hefur í för með sér.